Braut 7 – Grænaskjól

2012-03-27T19:15:22+00:0027.03.2012|

Mikið landslag er í þessari braut og gríðarlega stór dalur er í grennd við lendingarsvæði flestra teighögga oft nefndur "dauðadalurinn". Brautin liggur í hundslöpp til hægri en innkoman á flötina er í nokkurs konar vinkil til vinstri. Brautin er mjög breið þar sem teighöggin lenda en ef vel á vera þarf annað höggið að fljúga yfir [...]

Braut 6 – Gjótan

2012-03-22T12:25:34+00:0022.03.2012|

Falleg par þrjú hola sem lætur engan ósnortinn. Flötin sést aðeins að hluta til frá teignum þar sem að hátt hraunið skyggir á. Örlítil braut liggur vinstra megin með hrauninu en ef teighöggið á að fara á flötina þarf að slá hátt og hnitmiðað högg sem stöðvast fljótt. Það hjálpar þó til að flötin hallar örlítið [...]

Braut 5 – Bugðan

2012-03-22T12:24:37+00:0022.03.2012|

Hér þarf teighöggið að fljúga yfir mikla hraunbreiðu og lenda á braut sem hallar frá hægri til vinstri. Löng teighögg eiga á hættu að fara yfir brautina vinstra megin og út í hraun en þó er þar örlítill röffkantur og stöðvast boltinn þar gjarnan. Hraunið er hægra megin brautarinnar og ef kylfingar vilja komast klakklaust inn [...]

Braut 4 – Varðan

2012-03-22T12:23:46+00:0022.03.2012|

Fjórða holan er nokkuð erfið par þrjú hola og hér eru kylfingar eins fjarri klúbbhúsinu og komist verður í "Hrauninu". Hættur eru ekki miklar á þessari holu nema helst fyrir aftan flötina og hægra megin við hana. Flötin er nokkuð stór og ætti að vera aðgengilegt að stöðva boltann á henni. Á þessari holu getur því [...]

Go to Top