Ávarp formanns

Fordæmalaust er líklega eitt mest notaða orð ársins og er það á margan hátt lýsandi fyrir starfsemi Kelis á árinu.

Árið fór vel af stað, mikil ásókn í æfingasvæðið sem jókst samfara hertum takmörkunum en það var allt reynt til þess að halda úti starfsemi innan þessa ramma sem íþróttafélög fengu.  Um páskana urðum við svo að játa okkur sigruð og skellt var í lás í Hraunkoti.   Hægt var að opna völlinn á eðlilegum tíma í Maí en leikreglur voru breyttar þar sem ekki mátti taka flaggstöng úr holu, ekki mátti raka glompur né skiptast á skorkortum.

Lesa meira

Félagsmenn Keilis

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Fjöldi eftir kyni og aldri

Viðhald með hefðbundnu sniði

Viðhald valla var með svipuðu móti og síðustu ár. Vegna kalskemmda í flötum 2-5 á fyrri 9 holum Hvaleyrarvallar þurftum við þó að auka inngripin þar, sérstaklega á flötum 2, 4, 5 og aftari hluta 3. Þrátt fyrir tíðar yfirsáningar, áburðargjafir og beinar viðgerðir reyndist erfitt að ná 2. flötinni til baka og fylla í skemmdu svæðin. Nokkuð var farið að spíra í skemmdum um miðjan júlí en óveður í kring um Hvaleyrarbikarinn olli því að mikill sjór (salt) komst á flötina.

Lesa meira

Unnið í þremur nýjum brautum

Gríðarlega stórt skref var tekið í átt að nýju heildarskipulagi Hvaleyrarvallar og án ófyrirsjánlegra vandræða munum við opna tvær nýjar brautir næsta sumar. Það væru þá 3 nýjar brautir á tveimur árum. Samheldni, reynsla og ósérhlífni starfsmanna skipti sköpum í sumar og munu langir og erfiðir vinnudagar vonandi verða þess virði þegar útkoma erfiðisins verður orðin stór partur af framtíðar vellinum okkar.

Lesa meira

Öflugt íþróttastarf

Hjá Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem allir á hvaða aldri sem er geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi. Hægt er að æfa golf skipulega allt árið um kring. Um 120 börn og ungmenni 21 ára og yngri æfa golf hjá Keili. Golfklúbburinn Keilir vinnur eftir leiðarvísi fyrir golfklúbba sem gefin var út af Golfsambandi Íslands um skipulag, kennslu og þjálfun barna og unglinga.

Lesa meira

Frábær árangur

Kylfingar frá Keili unnu til sjö íslandsmeistaratitla og fjóra stigameistaratitla í sumar.

Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2020.

Lesa meira

Golfklúbbur í góðum rekstri

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2020. Sökum COVID-19 var fólk lítið á faraldsfæti utan landsteinanna og niðurstaðan er stærsta íslenska golfsumar frá upphafi. Mikil aukning var á golfvöllunum okkar og í Hraunkoti eins og sést bersýnilega í ársreikningnum.

Tekjur á árinu 2020 voru 264,7 mkr. samanborið við 253,9 mkr. árinu áður. Gjöld voru 235,9 mkr. samanborið við 227,4 mkr. á árinu 2019. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 28,8 mkr.

0%
Tekjur
0%
Gjöld
Lesa meira