Ársreikningur

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2020. Sökum COVID-19 var fólk lítið á faraldsfæti utan landsteinanna og niðurstaðan er stærsta íslenska golfsumar frá upphafi. Mikil aukning var á golfvöllunum okkar og í Hraunkoti eins og sést bersýnilega í ársreikningnum.

Tekjur á árinu 2020 voru 264,7 mkr. samanborið við 253,9 mkr. árinu áður. Gjöld voru 235,9 mkr. samanborið við 227,4 mkr. á árinu 2019. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 28,8 mkr.

Niðurstaða ársins er hagnaður upp á 12,1 mkr. Afskriftir um 12,8 mkr sem er sambærilegt og árið 2019 og skýrist það að mestu leiti á hröðum afskriftartíma golfhermanna okkar.

Hér fyrir neðan má svo nálgast ársreikning Golfklúbssins Keilis 2020.

Rekstrarreikningur
Efnahagsreikningur
Sjóðstreymi
Rekstraráætlun
Sækja ársreikning á PDF

Tekjur

Gjöld

Lykiltölur

0%
TEKJUR
0%
GJÖLD