Skýrsla íþróttastjóra

Hjá Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem allir á hvaða aldri sem er geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi. Hægt er að æfa golf skipulega allt árið um kring. Um 120 börn og ungmenni 21 ára og yngri æfa golf hjá Keili.
Golfklúbburinn Keilir vinnur eftir leiðarvísi fyrir golfklúbba sem gefin var út af Golfsambandi Íslands um skipulag, kennslu og þjálfun barna og unglinga. Leiðarvísirinn hefur þann tilgang að móta stefnu og leggja grunninn að uppbyggingu.
Það er einnig unnið eftir íþróttanámskrá Keilis sem var gefin út fyrir nokkrum árum. Hann er mikilvægur fyrir alla til að fá heildarsýn yfir það barna- og unglingastarf sem fram fer í golfklúbbnum.
Ljóst er að það er mikill hagur fyrir viðkomandi golfklúbb að marka sér stefnu í barna- og unglingaþjálfun og gera starfið hjá sér markvissara og betra.
Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Það er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi.
Einnig er unnið eftir jafnréttisáætlun, forvarnarstefnu og siðareglum og hafa öll þessi gögn fengið samþykki í tengslum við fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Íþróttanefnd og foreldraráð Keilis

Hjá Golfklúbbnum Keili er starfrækt íþróttanefnd og undir þeirri nefnd starfar foreldraráðið.

Íþróttanefnd Keilis var þannig skipuð árið 2020:

Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis
Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdarstjóri Keilis
Sveinn Sigurbergsson sem er í stjórn Keilis
Ægir Örn Sigurgeirsson sem er tengiliður við foreldraráð Keilis
Björgvin Sigurbergsson yfirþjálfari
Nefndin fundaði a.m.k. einu sinni annan hvern mánuð um hitt og þetta sem kemur að íþróttastarfi Keilis.

Í foreldraráði Keilis á þessu ári voru:

Ægir Örn Sigurgeirsson sem er einnig í íþróttanefnd.
Rut Sig.
Heiður Björt Friðbjörnsdóttir
Friðleifur Friðleifsson
Veigur Sveinsson
Ásgeir Örvar Stefánsson
Hjörleifur Hjörleifsson
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis

Ráðið var virkt þó svo fundir hafi ekki verið margir og aðstoðaði þjálfara Keilis við ýmsan undirbúning t.d. fyrir æfingaferð, ýmsar fjáraflanir, skötuveislu, haustfagnað, liðakeppnina og önnur tilfallandi verkefni.