Atvinnukylfingar Keilis

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá er Íslandsmeistari kvenna í golfi fyrir árið 2020 og hefur sigrað þrjú ár í röð. Hún sigraði á  Íslandsmótinu í höggleik í Mosfellsbæ í sumar. Guðrún Brá lék á 71-72-72-74 eða á 289 höggum eða einu högg yfir pari.

Guðrún Brá varð einnig stigameistari GSÍ í annað sinn. Hún keppti á öllum fimm stigamótum ársin hér heima og sigraði á þremur þeirra, varð einu sinni í 3. sæti og einu sinni í fjórða sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu. Vegna aðstæðna í heiminum voru ekki mörg atvinnumannamótin sem hægt var að leika á í ár. Besti árangur hennar var 39. sæti á móti í Sádi Arabíu í nóvember.

Guðrúnu Brá lék á alls átta mótum á árinu og vann sér inn þátttöku á lokamóti á Evrópumótaröðinni á Spáni í lok nóvember.

Guðrún er í 127. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í sæti 949 á heimslista atvinnukvenna í golfi.

Guðrún Brá verður með fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á árinu 2021.

Guðrún Brá er klúbbmeistari Keilis eftir að hafa sigrað á meistaramóti Keilis í sumar.

Axel Bóasson

Axel Bóasson einn af bestu kylfinga á Íslandi í dag. Hann leikur sem atvinnumaður í golfi og er á sínu fimmta ári sem atvinnumaður. Það voru ekki mörg verkefnin hjá Axel á þessu keppnisári erlendis en hann gat tekið þátt í öllum afreksmótum hér heima.

Axel varð Íslandsmeistari karla í holukeppni í annað sinn í sumar og auk þess sigraði auk þess á einu öðru mótum á GSÍ mótaröðinni og endaði sem stigameistari karla í lok tímabils.

Rúnar Arnórsson

Rúnar Arnórsson er nýjasti atvinnukylfingur Keilis í golfi frá því í haust. Í nóvember 2019 komst hann inn á 2. stigið á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og verður með fulla aðild að NORDIC GOLF LEAGUE mótaröðinni sem hófst í febrúar á árinu. Fátt var um verkefni á mótaröðinni vegna Covid-19.

Rúnar er klúbbmeistari Keilis eftir að hafa sigrað á meistaramóti Keilis í sumar.

Golfklúbburinn Keilir tilnefnir Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2020.