Áherslur í afreksstarfinu og afreksefnastarfi

Hugmyndafræði varðandi alla afreksefna- og afreksstarfs hjá Keili er SAMVINNA-TRAUST-SKIPULAG og EFTIRFYLGNI. Uppbygging afreksþjálfunar á að vera gagnrýnið, uppbyggilegt og umfram allt gagnlegt fyrir alla aðila sem að afreksstarfinu koma.

Sífellt fleiri eru að byrja að æfa golf hjá okkur. Það er búið að vera mjög góð þátttaka og sífellt er að fjölga á æfingum. Þau yngstu eru að æfa golf 1-2 í viku auk þess að mæta í golfþrek og leiki í Víðistaðaskóla 1x í viku.

Á áskorenda- og Íslandsbankamótaröðum yngri kylfinga er að fjölga keppendum frá Keili. Sérstaklega á það við á áskorendamótaröðinni þar sem keppendur frá Keili voru helmingur af öllum kylfingum sem að kepptu í lokamótinu á Setberginu.