Nú erum við að klára stærstu aðgerðirnar sem lúta að þeim þremur holum sem unnið hefur verið í síðustu ár. Sáning hefur gengið vonum framar og ekkert til fyrirstöðu að við ættum að geta opnað holurnar strax eftir Meistaramótið 2017. Við erum á lokametrunum á verðandi 13,14 og 15 holunum. Það verður að viðurkennast að mesta aðgerðin er að fara í gang á morgun. Brautin á núverandi 7. holu á Sveinskotsvelli verður að stóru leiti tætt upp og sléttuð. Þessi aðgerð á eftir að koma verst niður á þeim sem leika Sveinskotsvöll. Bráðabirgðateigur verður settur upp fremst á brautina og þurfa kylfingar að leika yfir dúk sem lagður verður yfir brautina til að flýta fyrir spírun. Dúkurinn þarf að liggja í 3-5 vikur. Á myndinni ætti að sjást hvernig 7. brautin verður leikin á meðan ræktunin fer fram.