Hvað er Borgunarmótið/Hvaleyrarbikarinn, get ég hjálpað? og hvenær get ég leikið golf næstu daga?
Borgunarmótið þar sem leikið er um Hvaleyrarbikarinn. Nú á föstudaginn hefst Borgunarmótið á Eimskipsmótaröðinni, þar sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn. Þetta mót sækir fyrirmynd sína í hin svokölluð risamót sem við fylgjumst með á mótaröðum þeirra bestu hvert ár. Þáttakendafjöldi er mjög takmarkaður og einblínt einungis á þá allra bestu á Eimskipsmótaröðinni. Og er það stefna okkar að fá erlenda kylfinga til að leika með á næstu árum.
Einungis 50 keppendur leika á mótinu í ár. Það hefur verið stefna stjórnar Keilis að reyna að taka virkari þátt í mótahaldi GSÍ og teljum við þetta mót vera mjög góða leið til þess, færri þáttakendur-völlur opnar fyrr fyrir félagsmenn. Við munum opna fyrir rástíma klukkan 14:00 á föstudag, laugardag og sunnudag. Miðað við eðlilegt mót á Eimskipsmótaröðinni hefðum við þurft að loka allan dagana.
Þrátt fyrir fáa keppendur þá er metnaður okkar í Keili að standa vel á bakvið mótahaldið og til þess að við getum gert það. Þá þurfum við hjálp félagsmanna í Keili. Það þarf mannskap til að koma skori inná golf.is og ýmislegt í kringum mótahaldið. Endilega hafðu samband við okkur ef áhugi er á að hjálpa til. Það er gert með að svara þessu maili og skilja eftir nafn og símanúmer.
Einnig hvetjum við alla félagsmenn að standa saman að baki þessu mótahaldi og mæta á völlinn og fylgjast með þessu besta keppnisfólki okkar. Það er það sem gerir umgjörð flotta og þannig viljum við gera vel.