Kæru félagsmenn, nú þegar þetta bréf er ritað eru 36 dagar (5 vikur) fram að Íslandsmóti. Meistaramót okkar er haldið 18 dögum fyrr. Við höfum sett okkur það markmið að á Íslandsmóti verði spilað á breyttum velli og að völlurinn verði í sínu al besta ástandi.
Starfsmenn okkar hafa í vetur og undanfarin tvö ár unnið frábært starf svo það sé mögulegt. Nú þegar horft er yfir völlinn má sjá að helstu verkefni sem liggja fyrir, eru teiga og flatargerð meðal annars á Sveinskotsvelli vegna breytinganna. Vetur konungur sendi starfsmönnum jafnframt smá þraut að glíma við. Frostleysi er alla jafna ekki til trafala en nýliðin vetur olli því að víða á vellinum er þéttni jarðvegs svo mikil að tún og glompur drena sig ekki fyllilega. Ég treysti því að eins og endra nær herðist menn í mótlætinu og hef fulla trú á því að starfsmenn leysi þetta verkefni af kostgæfni.
Nýjar holur, það hafa verið mér forréttindi að fylgjast með gerð golf hola frá grunni. Allt frá teikningu, hönnun, sköpunar og til sáningar. Síðan að fylgjast með vaxtarskeiðinu og því sem ég vil kalla fæðingu. Þ.e. að sjá holuna grænka og síðan fyrsta slátt sem markar útlit hennar. Ég viðurkenni að tilfinning sem ég ber nú í brjósti er fullkominn eftirvænting. Hvort ætla ég að taka 7 járn, blending eða drífara á 13. teig.
Ég veit að þið félagsmenn eruð orðin jafn spennt og ég. Brautir og flatir eru tilbúnar, undirbúningur teiga á lokastigum. Framundan er loka frágangur.
Þið getið treyst því að þegar við opnum nýjan Hvaleyrarvöll þá verður hann betri völlur en sá sem fyrir var.
Kveðja, Arnar Atlason formaður Keilis