Eins og sl. vor þá ætlar Golfklúbburinn Keilir að bjóða upp á fræðslu um golfreglur fyrir meðlimi sína. Námskeið verða haldið þriðjudaginn 6. maí fyrir alla Keilisfélaga klukkan 20:00

Námskeiðið verður haldið á annari hæð í Hraunkoti

Kennari er golfdómarinn Hörður Geirsson.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á þetta námskeið og undirbúa sig þannig fyrir sumarið.
Dagskrá.

  1. Leikhraði, siðareglur, umgengni. Hvernig getum við gert golfleikinn ánægjulegri fyrir alla?
  2. Uppbygging golfreglnanna og grundvallaratriði.
  3. Nánari útlistun á reglum sem oft þarf að nota.
  4. Hvaleyrarvöllur og golfreglurnar. Staðarreglur, vallarmörk o.fl.
  5. Umræður.