Nú ættu flestir þeirra sem lögðu land undir fót og héldu norður á Akureyri að vera komnir til síns heima. Þar var haldið stigamót unglinga um helgina. Veðrið var ágætt hlýtt og gott en á sunnudeginum var vindur nokkuð stífur. Jafnframt var haldið áskorenda mót á Dalvík. Þáttakendur á mótum helgarinnar voru samtals 186 þar af 29 frá Keili.

Þorkell Már Júlíusson gerði sér lítið fyrir í mótinu og fór holu í höggi á hinni erfiðu 14. Holu. Óskum við honum til hamingju.

Eftirtaldir komust á verðlaunapall:

Stigamót

15-16 ára drengir                  1. sæti Henning Darri Þórðarson
2-3. sæti Gísli Sveinbergsson
14 ára og yngri telpur          2.sæti Hekla Sóley Arnarsdóttir

Áskorendamót
15-16 ára strákar                  1 sæti Smári Snær Snævarsson