Frábær árangur Keilisfólks

Kylfingar frá Keili unnu til sjö íslandsmeistaratitla og fjóra stigameistaratitla í sumar.

Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2020.

1) Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Íslandsmeistari í höggleik kvenna árið 2020. Þriðja árið í röð sem hún vinnur Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.
Guðrún Brá er einnig stigameistari kvenna í golfi árið 2020

2) Axel Bóasson
Íslandsmeistari í holukeppni karla árið 2020.
Axel varð einnig stigameistari karla í golfi árið 2020

3) Þórdís Geirsdóttir
Íslandsmeistari hjá konum 50 + án forgjafar árið 2020
Stigameistari kvenna 50 + án forgjafar árið 2020

4) Markús Marelsson
Íslandsmeistari unglinga í flokki 14 ára og yngri árið 2020

Markús sigraði á Hvaleyrarvelli og lék 54 holur á +4 eða á 217 höggum samtals (70-77-70)

5) Inga Lilja Hilmarsdóttir
Íslandsmeistari í höggleik í flokki 19-21 ára stúlkna
Stigameistari stúlkna 19-21 ára án forgjafar árið 2020

Inga Lilja sigraði með tveggja högga mun og lék á 77-81-81 eða +26 yfir pari.

6) Keiliskonur fimmtíu ára og eldri eru Íslandsmeistarar golfklúbba árið 2020.
Keilir sigraði lið Golfklúbbs Reykjavíkur í úrslitaleik með þremur sigrum á móti tveimur. Leikið var í Vestmannaeyjum.

Liðið var þannig skipað:
Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Margrét Berg Theódórsdóttir, Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir og Krístín Pétursdóttir

7) Keilir er Íslandsmeistari golfklúbba 15 ára og yngri.

Keilir sigraði úrslitaleikinn 2-1 á móti GA á Íslandsmótinu sem fram fór á Akranesi.

Liðið var skipað þannig:
Ragnar Kári Kristjánsson, Sören Cole K. Heiðuson, Markús Marelsson, Hjalti Jóhannsson, Brynjar Logi Bjarnþórsson og Andri Snær Gunnarsson.

Keilir Sveinskot endaði í 4. sæti í stelpuflokki. Liðið var skipað þeim Ester Amíra Ægisdóttir, Ebba Gurrý Ægisdóttir, Lára Dís Hjörleifsdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Elva María Jónsdóttir, Heiðdís Edda Guðnadóttir og Fanndís Helgadóttir.

Keilir Hvaleyri endaði í 5. sæti eftir frábæran sigur á Golfklúbbnum Leyni í dag. Liðið var skipað: Birgir Páll Jónsson, Þórir Friðleifsson, Dagur Óli Grétarsson, Borgþór Ómar Jóhannsson, Hákon Hrafn Ásgeirsson og Oddgeir Jóhannsson

Liðstjórar liðanna voru þau Hafdís Alda Jóhannssdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir og Karl Ómar Karlsson.

Í sumar var Íslandsmót liða 12 ára og yngri og sendi Keilir þrjár sveitir til leiks. Leikið var á þremur völlum og var byrjað að leika á vellinum í Bakkakoti Golfklúbbs Mosfellsbæjar, annar hringur var leikin á Mýrinni hjá GKG og þriðji og síðasti dagurinn var leikinn á Sveinskotsvelli hjá Keili. Leikið er með Texas scramble fyrirkomulagi.

Keiliskrakkarnir náðu frábærum árangri og má með sanni nefna það að framtíðin er björt hjá Keili.

Í gulu deildinni sigraði lið Keilis örugglega og í bláu deildinni varð Keilir í 2. sæti eftir spennandi leik við GKG um efsta sætið. Í hvítu deildinni varð Keilir í 5. sæti. Í því liði eru ungir og efnilegir kylfingar sem eiga eftir 2-3 ár í flokki 12 ára og yngri.
Þannig voru liðin okkar skipuð:

Gula deildin: Ebba Gurrý Ægisdóttir, Íris Birgisdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Elva María Jónsdóttir og Tinna Alexía Harðardóttir

Bláa deildin: Viktor Tumi Valdimarsson, Bjarki Hrafn Guðmundsson, Víkingur Óli Eyjólfsson, Magnús Víðir Jónsson, Oliver Elí Björnsson og Hrafn Guðmundsson

Hvíta deildin: Frímann Pálsson, Máni Freyr Vigfússon, Gústaf Logi Gunnarsson, Halldór Jóhannsson, Erik Valur Kjartansson, Arnar Freyr Jóhannsson.
Keilir óskar ykkur öllum innilega til hamingju með frábæran árangur í sumar.

Kylfingar Keilis erlendis

Í ár eru tveir kylfingar sem eru í háskólanámi í USA. Þau eru: Birgir Björn Magnússon og Daníel Ísak Steinarsson.

Björgvin hættir störfum

Björgvin Sigurbergsson sem hefur starfað sem yfirþjálfari hjá golfklúbbnum Keili síðastliðin þrjú ár og þar á undan sem Íþróttastjóri Keilis hefur ákveðið að snúa sér að öðrum störfum.

Undir handleiðslu Björgvins hafa kylfingar í Keili komist í fremstu röð og unnið til fjölmargra Íslands-, stiga- og bikarmeistaratitla í golfi. Hann hefur einnig unnið náið með landsliðsþjálfurum og aðstoðað kylfinga við að ná markmiðum sínum á mótaröðum atvinnumanna.

Stjórn og starfsmenn Keilis þakka Björgvini samstarfið í gegnum árin og vel unnin störf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Að lokum

Með markvissi þjálfun og góðu skipulagi hjá Keili er börnum skapaðar góðar aðstæður til að verða kylfingar og/eða afreksmenn í golfi seinna meir á lands- eða alþjóða mælikvarða.

Hafa skal það hugfast að ekki velja öll börn eða unglingar sér afreksmennsku eða keppnismennsku í golfi. Er þá gert ráð fyrir því hjá Keili að þeir einstaklingar fái að stunda íþróttina við sitt hæfi.

Að lokum er best að þakka öllum þeim sem að komu að golfstarfinu okkar á árinu 2020, öllu starfsfólki og leiðbeinendum, öllum kylfingum, börnum og ungmennum og fullorðnum, velunnurum og styrktaraðilum.
Við viljum alltaf gera gott starf betra og halda því við sem golfklúbburinn Keilir er þekktur fyrir, frábæran árangur, besta golfvöll á Íslandi og góða aðstöðu til golfiðkunar.

Áfram KEILIR
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis